149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[21:10]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kom áðan upp í andsvar við hv. þm. Óla Björn Kárason og sagði að hæstv. ráðherra hefði sagt tiltekna hluti á ákveðnum fundi fyrir norðan. Ég er þeirrar skoðunar að rétt skuli vera rétt. Ég á fullt í fangi með að sitja á mér varðandi allar afbakanirnar sem hér eru en rétt skal vera rétt. Heimildir mínir segja að ráðherra hafi sagt sig hafa efasemdir út af veiðigjaldinu en þetta frumvarp væri málamiðlun. Ég vil draga það fram í ljósi þess og í anda þess að rétt skal vera rétt. Ég vona að menn haldi ekki áfram með alls konar afbakanir út og suður í því.

(Forseti (SJS): Þá er því komið til skila.)