149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:08]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með mælendaskránni í kvöld þar sem stjórnarþingmenn flýja unnvörpum annaðhvort niður listann eða út af honum. Ég tek undir með þeim sem segja að það séu ákveðin vonbrigði að geta ekki tekið þátt í samtölum og spurt hv. stjórnarþingmenn út í stuðning þeirra við frumvarpið.

Það er líka mjög bagalegt fyrir fólk sem horfir á mælendaskrána og reiknar út sirka hvenær það á að detta inn í ræður þegar menn fara í stórum stíl út af listanum. Auðvitað getur eitthvað komið upp á, fólk þarf að hlaupa heim af því að einhver er með gubbupest heima eða það þarf eitthvað að græja og gera. En magnflótti eins og hefur átt sér stað í kvöld er undarlegur og kallar fram spurningar.