149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:20]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti biður hv. 10. þm. Norðaust. velvirðingar en hvorki forseti né aðstoðarmaður tók eftir að hv. þingmaður hafði beðið um orðið. (AFE: Þið kinkuðuð bæði kolli.) Því miður, það var ekki skráð niður í öllu falli. Það hafa verið einhverjar misskildar höfuðhreyfingar. Það stendur að sjálfsögðu ekki annað til en að gefa þingmönnum orðið um fundarstjórn forseta í þeirri röð sem þeir biðja um það, eftir því sem okkur er framast unnt að taka það niður.