149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:36]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er mjög ruglingslegt. Þetta er mjög ruglingslegt kerfi. Veruleikinn er ruglingslegur. Hv. þingmaður spyr mig hvernig eigi að haga slíkum útboðum og því er til að svara að ég veit ekkert um það. Ég hef ekki hugmynd um það. Ég veit ekkert hvernig á að skipuleggja verðmyndun á fiski. Það er ekki mitt hlutverk að vita það eða leggjast í einhver blæbrigði í smáatriðum við þá útfærslu. Okkar hlutverk hér er að móta almenna stefnu sem við fáum síðan bestu aðila til að útfæra í smáatriðum. Ég held að við höfum alveg næga þekkingu í landinu til að það verði gert.

Það er vissulega mikilvægt að í því ferli öllu verði gætt að hagsmunum (Forseti hringir.) sjávarbyggða og landsbyggðar, en það þarf líka að gæta réttlætis og sanngirni.