149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:58]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti minnir ræðumenn á að halda ræðutíma og hann hefur tekið upp þessa nýju reglu sem hann hefur fylgt síðustu fjögur skiptin sem hann hefur verið á forsetastóli að eftir tíu sekúndur mun hann berja stöðugt í og það glymur hærra og hærra. Þetta er að sjálfsögðu mjög óþægilegt fyrir þá sem heima sitja. Þannig að þingmenn endilega virði ræðumörkin, forseti verður að halda jafnræði hvað þetta varðar, sama hver það er sem er í ræðustól.