149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

mál frá utanríkisráðherra.

[22:50]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það er nú varla að maður nenni að taka þátt í skrípaleik hv. þm. Jóns Steindórs Valdimarssonar sem talar hér eins og hann hafi réttlætið og sannleikann sín megin, þó að svo sé ekki. Hér er einföld tilhliðrun. Rætt var um það á fundi þingflokksformanna í morgun að umræðu um veiðigjöld yrði lokið í kvöld. Að ósk stjórnarandstöðu var atkvæðagreiðslu frestað fram yfir helgi.

Jafnframt var rætt að fimm EES-mál yrðu tekin fyrir og afgreidd og gat forseti þess að sú dagskrá gæti tafist.

Við höfum verið að reyna að átta okkur á því hvernig dagskráin gengi fyrir sig hér í kvöld og við værum sennilega enn þá í umræðum um veiðigjöld ef hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson og flokksfélagar hans hefðu ekki tekið sig af mælendaskrá hér þegar komið var fram í kvöldið.