149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

Bankasýsla ríkisins.

[15:24]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra fyrir svarið. Svo að ég vísi aðeins í grundvallarreglu stjórnsýsluréttar, svokallaða lögmætisreglu, segir hún í stuttu máli að stjórnvöld megi ekki gera neitt, engar ákvarðanir taka, nema fyrir því sé skýr heimild í lögum.

Það skiptir engu máli hvað verið er að tala um, hvaða skýrslur koma fram og hvaða vilji er til staðar, svo framarlega sem ekki er skýrt ákvæði um það í gildandi rétti. Mig langar þá að ítreka spurninguna: Hvað með þá löggerninga sem gerðir voru í nafni Bankasýslu ríkisins frá því að lagaheimild um þessa stofnun féll niður 20. ágúst 2014 og fram til dagsins í dag?