149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

skráningar í æviágripi þingmanns.

[13:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill taka fram vegna fjölmiðlaumfjöllunar sem orðið hefur um æviferilsskrá hv. þm. Önnu Kolbrúnar Árnadóttur að það mál hefur verið athugað af hálfu Alþingis og er niðurstaða þess skýr, að hv. þingmaður hefur í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Ef athugað er hvernig þar er skráð er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að hv. þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið þar sem hv. þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum eins og þar er tilgreint sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu.

Hv. þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri.

Varðandi annað atriði sem einnig hefur verið gert að umtalsefni, að hv. þingmaður hafi haldið því ranglega fram að hún hafi verið ritstjóri Glæða, fagtímarits sérkennara, skráði hv. þingmaður það ekki inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði og réttara hefði verið að skrá að hv. þingmaður hefði verið í ritstjórn. Það er ekki við hv. þingmann að sakast.

Vonar forseti að þar með sé það mál af heimi.