149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

158. mál
[16:22]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér eru lagðar til breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Ég tel að frumvarpið sé ekki nægilega undirbyggt, að í greinargerðinni sem því fylgir sé ekki með sannfærandi hætti sýnt fram á að frumvarpið skili tilætluðum árangri. Það getur allt eins farið svo að þeir sem njóta flutningsjöfnunar í dag muni bera skarðan hlut frá borði. Að því sögðu mun ég ekki styðja þetta frumvarp en ég mun sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.