149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég er sammála hv. þingmanni með það, og þetta kemur skýrt fram í í stjórnarsáttmála hæstv. ríkisstjórnar, að efla hér nýsköpun, rannsóknir og þróun. Það er einmitt þess vegna sem hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra er að endurskoða þessa ráðstöfun á hagræðingu. Hann verður eftir sem áður að útfæra sína hagræðingu. Á því leikur enginn vafi. Ég er sammála hv. þingmanni með það og þess vegna erum við að þessu. Þess vegna er hæstv. ráðherra að endurskoða þessa ráðstöfun vegna þess að það er í samræmi við stjórnarsáttmála hæstv. ríkisstjórnar að efla rannsóknir, nýsköpun og þróun.