149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[13:40]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ríkisstjórn hæstv. forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur hafði uppi áform um að efla og styrkja helstu innviði þjóðarinnar. Þessi fjárlög staðfesta það. Frumgjöld eru aukin á flestum sviðum til að styrkja samfélagið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðina. Um leið eru þetta skynsemisfjárlög út frá hagstjórn. Við skilum afgangi, lækkum skuldir og við höldum áfram að minnka vaxtabyrði þannig að við getum haldið áfram á þessari sömu vegferð.

Hæstv. forseti. Þess vegna styð ég heils hugar þessi fjárlög.