149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[13:57]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég sakna þess í þessum fjárlögum að sjá að farið sé í raunverulegar aðgerðir til að tækla fátækt. Það skortir einhvers konar heildræna sýn á hvað fátækt kostar okkur sem samfélag af því að hún kostar okkur gríðarlegi fjármuni og líka bara í mannslífum. Það vantar raunverulegar aðgerðir til að uppræta fátækt. Í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi gætum við alveg gert það. Stórsókn fyrir mér er ekki bara að bæta við einhverjum smápeningum í kerfi sem eru búin að vera fjársvelt svo lengi að þau þurfa miklu meira, heldur felst hún í framsýni. Það skortir framsýni í því að tækla vandamálin heildrænt sem við gætum gert varðandi menntakerfið, heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið okkar, til að uppræta fátækt, og fært okkur í átt að þörfum framtíðarinnar.