149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:09]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Ég get ekki annað en komið hingað upp í ljósi þeirrar umræðu sem er um þetta verðmæta fyrirtæki okkar sem heldur uppi póstþjónustu í öllu landinu. Ætlar fólk virkilega að láta það sigla sinn sjó? Það er alveg ótrúlegt að hlusta á þetta. Hvar er ábyrgðin? Þetta er í almannaeigu. (ÞKG: Hvar er ábyrgðin?) Þetta er alveg með ólíkindum. Svo ætla ég að lesa hér álit meiri hlutans:

„Ráðherrum ber að upplýsa bæði fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar og útfærslu á framtíðarrekstrarfyrirkomulagi áður en nýttar eru þær lána- og framlagsheimildir sem hér er gerð tillaga um.“

Hvað þýðir það? Verið er að fara í gegnum reksturinn. Verið er að skera upp reksturinn. Verið að verja verðmætin í þessu fyrirtæki. (Gripið fram í: Forstjórinn …) (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (ÞorstV: Er búið að veita lánið?)