149. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[22:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir um 6–7 milljörðum í veiðigjöld næstu ár. En svo vitum við auðvitað ekki neitt hver raunin verður þegar afkomutengingin fer að virka, þegar árið 2020 fer að tikka inn. Við getum átt von á því að veiðigjöldin hækki þá, alveg eins og við getum átt von á því að þau lækki. Ríkissjóði ber auðvitað skylda til að fjármagna allar rannsóknir sem fylgja hafrannsóknum. Það hefur verið raunin. Það er auðvitað mjög brýnt og ríkissjóður mun fjármagna hafrannsóknaskip. Ég efast ekkert um að það verði gert. Í tillögu minni hlutans sem lá fyrir milli 2. og 3. umr. var mjög áhugavert að sjá að þar átti ríkissjóður ekki að fá allar tekjur af veiðigjaldinu, svo að ég snúi spurningunni við á hv. þingmann: Hvernig hefði átt að fjármagna hafrannsóknaskip með þeirri tillögu þegar eingöngu átti að standa undir rannsóknum og útdeila því sem eftir stæði til einhvers óskilgreinds uppbyggingarsjóðs er hvergi til í stjórnsýslunni? En ég treysti því fullkomlega að hafrannsóknaskip komi til með að verða fjármagnað.