149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:58]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. 33% skerðing eða skattur á útgerðina og þá ríkustu meðal ríkra sem hafa efnast langmest, græða mest. Setjum það í samhengi við 73% til yfir 100% skerðingu á lífeyrislaun þeirra sem þurfa mest á því að halda. Er þetta sanngjarnt? Ég segi nei. Við eigum að snúa þessu algjörlega við. Prófum 73–100% á þá sem eru ríkastir og hjálpum svo hinum til að fá 33%. Ég hugsa að lífeyrisþegar í dag yrðu ánægðir með 33% skerðingu.