149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:28]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Að því gefnu að kona hafi óskoraðan sjálfsákvörðunarrétt um þungunarrof er samhliða mjög mikilvægt að kona hafi þá góðan og greiðan aðgang að fræðslu og aðstoð til að taka ákvarðanir sem hún raunverulega vill taka og gerir það á réttum forsendum, hún sé vel upplýst um hvort hún ákveður þungunarrof eða ekki. Vissulega eru ákvæði í frumvarpinu um þessi efni en ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á hvað þetta er mikilvægur þáttur. Er ekki öruggt að á þetta verði lögð rík áhersla og þetta verði alvöruaðstoð og -fræðsla sem konur geta notið?