149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:52]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Þær ræður sem hafa verið fluttar af hv. samþingmönnum mínum eiga það allar sammerkt að í þeim kemur fram að það er sannarlega vilji til þess hjá þingheimi öllum að byggja upp samgönguinnviði, sem gerir það enn sorglegra og sárara að fara eigi þá leið að þvinga málið í gegn. Ég held að þess vegna sé mikilvægt að hæstv. forseti kalli saman þingflokksformenn og lendi málinu strax í kvöld á sem virðingarfyllstan hátt, sem ég veit að hann getur gert svo vel, í stað þess að þingheimur taki við skilaboðum úr fréttum frá hv. formanni umhverfis- og samgöngunefndar um afgreiðslu málsins.