149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019.

2. mál
[11:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Barnabótakerfið hefur markvisst verið veikt á undanförnum árum og þúsundir fjölskyldna dottið út úr kerfinu. Núna á að breyta skerðingarmörkum. Skerðingar hefjast ekki fyrr en við um 300.000 kr. laun, en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur því að skerðingarnar eru gerðar enn grimmari en þær hafa verið undanfarin ár. Leiðarljós ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í barnabótamálum og til þess að styðja ungar barnafjölskyldur í landinu er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Þetta eru tillögur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um barnabætur, sem er fátækrastyrkur. Við ættum auðvitað að líta til hinna norrænu ríkjanna þar sem barnabætur eru stuðningur við fjölskyldur til að jafna stöðu þeirra við hina sem ekki eru með börn á framfæri.