149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

svar við fyrirspurn.

[13:40]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M):

Hæstv. Frú forseti. Ég vil koma hér upp og taka undir með hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni og furða mig á vinnubrögðum þingsins. Hæstv. ráðherra var í pontu á undan mér og vísaði til forsætisnefndar og þá spyr maður sig: Þarf það að vera þannig að menn hafi greiðari aðgang að svörum með því að sitja í forsætisnefnd? Auðvitað finnst mér þetta svar ekki nógu gott.

24. febrúar lagði hv. þingmaður fyrirspurnina fram og það hefur komið fram að skilafrestur er 15 dagar. Svarið frá hæstv. ráðherra er ekki fullnægjandi og maður furðar sig á því og á því að þurfa bíða hér og þrábiðja um svör í þessu mikilvæga mál. Þetta eru 57 milljarðar, 3.600 íbúðir og 3.600 fjölskyldur (Forseti hringir.) sem misstu heimili sín. Það vantar upplýsingar um hverjir keyptu og á hvaða kjörum. (Forseti hringir.) Mér finnst forseti þurfa að aðstoða okkur í málinu, eins og aðrir hafa sagt.