149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2018.

449. mál
[14:52]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vissulega er þetta samningur um samskipti Íslands og Færeyinga á sviði fiskveiðimála sem snýr að heimildum þeirra til veiða í botnfiski hér og sömuleiðis í loðnu. En það er ákveðinn misskilningur sem fram kom í máli hv. þingmanns hér áðan, að búið væri að leysa þessa deilu. Svo er ekki. Þetta er samkomulag sem gildir í rauninni fyrir árið 2018. Af einhverjum ástæðum dróst frágangur þess í utanríkisráðuneytinu. En málin gagnvart Færeyingum (Gripið fram í.) eru á sama stað nú í desember og þau voru í desember á síðasta ári.