149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

landgræðsla.

232. mál
[15:02]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hingað upp í þeim tilgangi að þakka umhverfis- og samgöngunefnd fyrir vel unnin störf. Þetta er að mínu mati mjög mikilvægt skref varðandi landgræðsluna. Kominn var tími á að fara vel í gegnum löggjöfina og sjá hvernig við getum gert betur í vernd og sjálfbærri nýtingu jarðvegs og gróðurs, farið í kolefnisjöfnun og endurheimt vistkerfin.

Jafnframt er verið að styrkja hlutverk landgræðslunnar og ég tel það mjög mikilvægt. Verið er að stíga skref inn í nútímann. En fyrst og síðast finnst mér mikilvægt að við tökum þetta skref í þeirri vegferð sem við erum að fara í átt að nýrri og vonandi betri framtíð. Þetta er gott mál.