149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:45]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir ræðuna. Eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að taka mjög mörg málefni til umfjöllunar.

Mig langar að drepa á þrennt. Í ljósi þess að ríkisstjórnin er samstöðustjórn mikil og mikil eindrægni í samstarfi hennar langar mig að spyrja í fyrsta lagi varðandi bankakerfið og hvítbókina um það og bið að því sé svarað skýrt hvort það sé á stefnuskrá forsætisráðherra að hefja sölu banka á kjörtímabilinu og að hve miklu leyti. Er eindrægni og samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um að gjörbreyta skattheimtu á umferð og vegamannvirkjum í landinu? Er eindrægni um þær aðferðir sem gerð hefur verið tilraun til að kynna, (Forseti hringir.) þótt að vísu festi vart hönd á því hvað er raunverulega verið að leggja til?

Er eindrægni innan ríkisstjórnarinnar um þau mál?