149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[16:25]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég veit að í Framsóknarflokknum er mjög sterk og gömul og traust og góð félagshyggjutaug sem hefur kannski ekki verið nýtt mikið á undanförnum árum, getum við sagt. Ég get þó sagt að ég hlakka til að starfa með Framsóknarflokknum í félagshyggjustjórn sem ég er alveg sannfærður um að mun koma hér fyrr eða síðar.

Varðandi innviðauppbygginguna finnst mér dálítið kvíðaefni þau áform sem eru undir forystu hæstv. ráðherra Framsóknarflokksins, formanns Framsóknarflokksins, um vegaskatta, þ.e. að byggja upp innviði, áratugavanrækslusyndir í vegakerfi landsins, (Forseti hringir.) með því að skattleggja daglegt líf almennings.