149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[17:40]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka andsvarið. Ég tel, og margir, að það þurfi að vera heildstæð tillaga, að þetta verði að vera byggt á, og ég tek að nokkru leyti undir það sem hæstv. forsætisráðherra sagði í ræðu sinni, tillögum stjórnlagaráðs og því sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þar var sátt um það. Við sjáum það. Ef það á að breyta því fyrirkomulagi á einhvern hátt verður að vera sátt um það líka. Það er það sem skiptir máli, en kannski meiri sátt hjá almenningi en hjá þingmönnum. Það er alltaf verið að tala um það og hæstv. forsætisráðherra talar mjög mikið um að það þurfi að vera gríðarlega mikil sátt inni í þessu húsi með þessa stjórnarskrá, en því er ég bara ekki sammála. Ég held að það þurfi ekkert að vera sátt um það í þessu húsi. Sáttin á að eiga sér stað hjá þjóðinni. Þjóðin á að ráða þessu.