149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

dagskrá fundarins.

[14:22]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (U):

Herra forseti. Ætla Sjálfstæðismenn að láta hæstv. þingforseta draga sig út í slíka ófæru? Sama mann og stóð fyrir því að draga formann Sjálfstæðisflokksins fyrir landsdóm? Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með því að nokkur maður, hvorki Sjálfstæðismaður né Samfylkingarmaður, færi fyrir landsdóm. Á hvaða vegferð er Sjálfstæðisflokkurinn ef hann samþykkir valdníðslu eins og þá sem hér er uppi? Ég ætla að segja við hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Gjör rétt, þol ei órétt.