149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

viðbótarframlag til SÁÁ.

[13:46]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Það eru nú allnokkur verkefni á borði Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er eitt af þeim. Fjárlaganefnd hefur talað mjög skýrt og Alþingi hefur samþykkt þessa upphæð þannig að hún fer ekkert annað en í það sem þingið hefur ákveðið. Ég geri ráð fyrir að það sé afar mikilvægt að þessir peningar fái að komast í gagnið sem allra fyrst og ég geri ráð fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sama skilning á þeim forgangi og við hér á Alþingi.