149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:34]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður sagði: Taka lán án þess að rukka fyrir það. Ég veit að það kom eitthvað meira þarna á eftir en okkur (Gripið fram í.)vantar fjármagnið. Við getum tekið það með því að fara út í skatta og gjöld, eins og það heitir.

Á endanum er þetta alltaf spurning í hvað við setjum það, eins og ég var að reyna að segja áðan. Og það sem meira er, þó að þetta standi í ríkisstjórnarsáttmálanum býst ég við að ríkisstjórnin sé sammála um að fara aðrar leiðir. Það væri skrýtin ríkisstjórnarsáttmáli á fimm árum sem hvergi mætti hvika frá ef ríkisstjórnin væri sammála um það. Ég ber einfaldlega fyrir mig að svo sé.

Mig langar að benda á eitt. Veggjöld sem leggjast á meginvegi eru þekkt alls staðar í heiminum. Tekjurnar sem af þeim koma eru stundum prívat. Stundum er þetta ríkið. En þær fara í vegaframkvæmdir, ekki bara viðkomandi vegar heldur í annan. Þetta er þekkt leið um allan heim.