149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[17:42]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að það hafi alveg komið skýrt fram í umræðunni að ætlað er að frumvarp samgönguráðherra um veggjöld verði lagt fram. Tímasetningin mars hefur verið nefnd. Ég lít svo á að sú prinsippákvörðun sem við verðum að taka núna sé í rauninni forsendan fyrir því að sú vinna geti átt sér stað og verið af einhverju viti.

Ég held að það sé mjög spennandi kostur að horfa á umbreytingu ríkiseigna, sem dæmi sölu Íslandsbanka. Hluti af afrakstri slíkrar sölu gengi inn í, við skulum kalla það Spöl 2, bara til að búa til konsept utan um opinbera hlutafélagið. Ég held að það væri mjög áhugaverð staða að skoða. Það gæti þá bæði komið til þess að auka framkvæmdagetuna og minnka veggjaldaþörfina á móti.

Skoðun mín á skuggagjöldum er þeirrar gerðar að ég væri mjög áhugasamur um útfærslu á þeim en ég held að það verði snúið innan þingsins.