149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[18:06]
Horfa

Frsm. minni hluta um.- og samgn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil byrja á að koma upp til að greina hv. þingmanni frá því að það virðist sem þingmenn meiri hlutans séu alls ekki sammála um hvernig eigi að haga málum þegar þeir kinka kolli sitt á hvað eftir því hver er spurður er hvort leggja eigi á veggjöld í öll jarðgöng á Íslandi eða ekki, sem og þegar þeir eru spurðir hvort bæði eigi að leggja á vegaskatt vegna orkuskipta og veggjöld vegna ákveðinna framkvæmda. Það fer eftir því við hvern er talað í meiri hlutanum hvaða svör maður fær. Það er bara óvart þannig og hefur verið allan tímann og svona hefur þetta líka verið í nefndinni.

Varðandi það hvað formaður nefndarinnar hefur mögulega sagt í tveggja manna tali — ég óska eftir að hv. þingmaður hlusti á það sem hér er sagt — segir formaður nefndarinnar í tveggja manna tali. Ég get ekki borið ábyrgð á því. Ég get hvorki borið ábyrgð á orðum hans við aðra þingmenn né annað fólk úti í bæ. (Forseti hringir.) Það er alveg ljóst að það var ekkert samkomulag minni hlutans um eitt eða neitt. (Forseti hringir.) Þetta er ósatt. Hann verður að eiga það við sig. (Forseti hringir.) Það er kannski ágætt að hv. þingmaður fari og ræði við aðra þingmenn í staðinn fyrir að … (Forseti hringir.)