149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika.

549. mál
[12:38]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Tilgangur þessa frumvarps er að auka frelsi manna til þess að veita og þiggja þjónustu á hinum svokölluðu helgidögum þjóðkirkjunnar. Það er tilgangur laganna. Það er ekki tilgangur og var ekki tilgangur minn að hrófla við þeirri vernd sem helgihald hefur samkvæmt núgildandi lögum. Það er nú ástæðan fyrir því að þetta stendur eftir. Þótt það gerir það að verkum að eftir standi löggjöf sem verði afskaplega fá orð finnst mér það frekar meðmæli með lagatexta almennt eða lagabálki að hann sé fáorður og ekki fráleitt að maður komi til með að halda sérstaklega upp á lög um vernd helgihalds umfram aðra lagabálka sem héðan koma.