149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

framlög til SÁÁ.

[13:47]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Fyrst aðeins um ákallið á Eddunni um að við gerðum eitthvað og það strax. Ég er sammála því að það er mikilvægt að láta hendur standa fram úr ermum gagnvart þessum viðkvæmustu hópum sem þarna er um að ræða. Ég vil benda hv. þingmanni á að nú á föstudaginn kom í samráðsgátt Stjórnarráðsins frumvarp sem fjallar sérstaklega um neyslurými, sem er langþráð úrræði í skaðaminnkunaranda fyrir þá sem nota sprautur. Ég vonast til þess að hv. þingmaður geti samfagnað mér í þeim efnum.

Hvað varðar starfsemi sérstaklega fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á göngudeildum hefur það verið áhersla SÁÁ, eins og allra sem fjalla um áfengis- og vímuefnavanda, að við þurfum að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, þar á meðal göngudeildarúrræði. Það er ekki endilega sem eftirfylgniúrræði heldur líka mögulegt úrræði fyrir þá sem vilja byrja á göngudeild og vilja njóta þjónustunnar á þeim vettvangi og ekki hefur verið hægt hingað til en verður nú hægt með framlagi Alþingis.