149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[02:07]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Þar hreyfir hann einmitt því sem er mergurinn málsins, þ.e. að nú um stundir hafi vogunarsjóðir skynjað að búið sé að skipta um spólu í stjórnvöldum og sá ásetningur sem áður var, að hvika hvergi frá framsettum kröfum, sé rokinn út í veður og vind.

Ég hef líka áhyggjur af því, herra forseti, og velti eftirfarandi upp við hv. þingmann. Nú er það svo að níu manna hópur hefur haldið uppi í umræðum hér í dag og kvöld um þetta mál til þess að fá betri lausn eða fá fram einhverjar vísbendingar um að hægt sé að ná betri lausn, en 54 þingmenn hafast ekki að. Það er kannski varúðarmerki inn í framtíðina. Ef við lendum í erfiðum mótherjum eða erfiðum aðstæðum, (Forseti hringir.) þá er ekki á nema kannski níu manns að treysta hér á þinginu. Það er alvarleg staða.