149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar.

[10:53]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Hér er farið vítt um. Hvert sækir maður dómgreind? Til annars fólks? Ég átta mig ekki á því með hvaða hætti hv. þingmaður ætlar sér að sækja dómgreind út fyrir eigin skynsemi. Maður aflar sér reynslu, aflar sér upplýsinga og dregur lærdóm af því og tekur ákvarðanir eftir atvikum. Það hef ég gert. Þetta er verkefni sem heyrir til málefnasviðs sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ég hef greint frá því margoft hvernig aðdragandinn að þessari ákvörðun hefur verið og það hefur ekki verið launungarmál, hvorki innan ríkisstjórnar Íslands né úti í samfélaginu. Ákvörðunina tekur hins vegar eitt ráðuneyti, það er bara þannig. Og ég hef ekki borið þetta með formlegum hætti undir einstaka ráðherra. Ég hef eðlilega átt viðræður við forystumenn ríkisstjórnarinnar vegna þess (Forseti hringir.) hvernig málið er vaxið og gerði þeim á öllum stigum málsins grein fyrir því með hvaða hætti ég ynni það.