149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:08]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður kemur inn á mjög mikilvægt mál að mínu mati sem snýr að náttúruvá. Það er rétt að framlög hafa lækkað eilítið núna á milli ára. Þetta eru fyrst og fremst framlög sem fara til ofanflóðamála. Ég tek undir með honum að það væri æskilegt að þarna væri meira fjármagn, en svo er ekki. En ég vil þó nefna í tengslum við loftslagsmálin og það fjármagn sem fer til þeirra að ætlað er að fjármagn fari þar t.d. til rannsókna á súrnun sjávar og fleiri þáttum sem snúa líka að landi. Ég tel mjög mikilvægt, þótt það komi ekki fram í þessu, að nefna þetta hér.