149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:55]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Ást, ást, ást. Ég tek bara undir meiri ást í lífi og starfi. Já, ég ætla ekki að segja sem ég var nærri búinn að segja, það er best að sleppa því. Ég tek innilega undir þetta og þakka hv. þingmanni líka fyrir að koma inn á þetta atriði. Það sem snýr að því að draga úr neyslu og sóun er einmitt það atriði sem ég lagði áherslu á við núverandi fjármálaáætlun að fá inn nýtt fjármagn í. Það var kannski ekki um mikið af nýjum fjármunum að ræða núna, við þekkjum hvernig efnahagsmálin eru núna. Þess vegna eru þetta um 100 milljónir á ári en núna varanlega sem koma inn til þess að geta varið þeim í margvísleg verkefni sem tengjast neyslu og framleiðslu og úrgangsmálum, því sem við getum sett undir einn hatt og kallað hringrásarhagkerfið.