149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:03]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans innlegg. Þó að árum saman hafi verið rætt um þetta, og kannski hefur verið rætt um ýmislegt alveg frá því að samningurinn var gerður 1992, þ.e. EES-samningurinn, þurfum við stundum að fá nýja sýn á málið. Mér finnst það skipta máli að lýsa henni hér og þess vegna geri ég það og ég er þakklát fyrir að fá hljóð til þess. Sýn mín er sú að þessi þingsályktunartillaga um sæstrenginn, hún hefur engin áhrif, Alþingi þarf að samþykkja það ef sæstrengur verður lagður. En þessar tvær gerðir, 713 og 714, gera það að verkum að til verður stofnun sem undirbýr málið og það er þá á forræði Evrópusambandsins en ekki á forræði Íslendinga. (Forseti hringir.) Þetta þarf (BÁ: Ekki sæstrengurinn.) — ég er ekki að tala um sæstrenginn, ég er að tala um gerðirnar tvær (Forseti hringir.) sem ég hef margoft vitnað í, það er það sem ég hef áhyggjur af.