149. löggjafarþing — 92. fundur,  10. apr. 2019.

póstþjónusta.

739. mál
[18:48]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. —

(Forseti (BN): Hv. forseti vill biðja þingmanninn að bíða eftir að kynningu er lokið.)

Það er ekkert ofsagt í þeim sögum sem maður heyrir af rólegheitum hæstv. forseta. Það bregður hér við og er öllum ljóst. Þetta sló mig aðeins út af laginu.

Það sem ég ætlaði að segja, hv. þingmaður, er að ég get verið algjörlega sammála um þau atriði. Ég tel að alþjónustan sé mjög mikilvæg og að ríkið tryggi slíka dreifingu. Þetta eru búsetugæði sem mega ekki við frekari skerðingu. Ég vil líka hafa sagt að það er reyndar misskilningur að pósthús sé á hverju horni í Reykjavík. Það er liðin tíð. Þeim hefur verið að fækka og er að fækka. En ég tel að þetta sé grundvallaratriði. Ég tel reyndar að hægt sé að leita miklu hagkvæmari leiða í því í framtíðinni. Ég vil benda til að mynda á það að um sveitir landsins keyra skólabílar stóran hluta ársins, mjólkurbílar alla daga ársins, og ef það væri hægt að samnýta svona þjónustu með því að leita hagkvæmustu leiða tel ég (Forseti hringir.) að sú þjónusta geti orðið jafnvel betri og hagkvæmari.