149. löggjafarþing — 92. fundur,  10. apr. 2019.

póstþjónusta.

739. mál
[18:55]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Það er mat ráðuneytisins að landslög gangi framar þeim alþjóðaskuldbindingum sem við höfum undirgengist með aðild okkar að Alþjóðapóstsambandinu. Fleiri ríki hafa fetað sig þessa leið. Hin formlega leið til þess er að leggja fram beiðni um undanþágu frá þessum reglum á ársfundi eða aðalfundi þessara alþjóðasamtaka. Sá fundur er ekki haldinn á hverju ári. Hann verður haldinn á næsta ári og Ísland mun þar gera grein fyrir þessari afstöðu sinni og fyrirvara sínum, en menn telja að lagasetning Alþingis muni ganga framar þessum alþjóðaskuldbindingum.