149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:06]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér ber skylda til þess að segja: Ég þakka hv. þingmanni fyrir framsöguna, en ég var samt sem áður að vona að til þessa þyrfti ekki að koma.

Mig langar til þess að spyrja, þar sem stærstu rökin eru sjálfsákvörðunarréttur konunnar og mikilvægi þess að við ráðum því sjálfar hvort og hvenær við látum eyða barni sem við göngum með: Hefur einhverri konu verið neitað um fóstureyðingu á Íslandi árið 2017 eða 2018?