149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:11]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég velti því fyrir mér hvort ég tjái mig svona ofboðslega illa. Við erum ekki að víkka neitt út. Við erum ekki að víkka út neinar heimildir. Kona getur farið í þungunarrof í dag við 22. viku. Það er bara einhver annar sem tekur ákvörðun um það. Þeim hefur ekki verið synjað — nema þeim konum sem geta ekki einu sinni sótt um þungunarrof því að það er ekki lagaleg heimild fyrir því í dag, þær þurfa þá augljóslega að sækja þessa þjónustu annars staðar.

Við erum ekki að tala um neina útvíkkun. Við erum að tala um að bera virðingu fyrir því að kona viti best hvort hún vilji eiga barn eða ekki.