149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:19]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta velfn. (Anna Kolbrún Árnadóttir) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þessa spurningu. Ég á sérstaklega við það að við fengum til okkar gesti, m.a. frá Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni, sem sögðu að ekki væri oft leitað til þeirra.

Það er það sem ég legg áherslu á, að fólk sé upplýst um tilvist samtaka og sérstakra hópa sem taka utan um þessa málaflokka, þannig að öllum sé ljóst að það er ekki aðeins heilbrigðisstarfsfólk sem býr yfir þekkingu á því hvað verður og hvernig.