149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:39]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta velfn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Ég þakka fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn. Ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekki hvert er verið að leiða mann í þessari umræðu. Ég get varla svarað því á þessari stundu með skömmum fyrirvara hvernig nákvæmlega eigi að bregðast við meintri nauðgun. Ég hygg að löggjafinn hljóti að taka á því að einhverju leyti. (HVH: Þú ert löggjafinn.) Viltu svara þessu? (HVH: Þú ert löggjafinn, sagði ég.) Ég er að segja það. Það kemur fram í mínu áliti að það séu mjög margar spurningar sem þarf lengri tíma til að svara. Ég get ekki svarað svona fyrirspurn um hvað læknir eigi að gera þegar kona kemur og segist hafa vera nauðgað. Hvernig í ósköpunum á ég að geta svarað því? Það er náttúrlega nógu ömurleg staða, en ég get sagt fyrirspyrjanda að ég hef talað við fíkil sem var í afar erfiðri stöðu og hugsaði um að láta fara fram fóstureyðingu. Hún segir núna að sem betur fer gerði hún það aldrei, á lífvænleg börn. Það er það líf sem er heilagt.

Það er ekki hægt af alþingiskonum í þessu húsi að setja þetta mál svart/hvítt upp, þetta sé eitthvert mál þar sem er barátta á milli karla og kvenna. Það er afar ósmekklegt. Það er í besta lagi hægt að tala um það á kaffistofunni en fyrir framan alþjóð er ekki hægt að tala svona, að hér sé eitthvert stríð á milli karla og kvenna og leggja það þannig upp og segja að það sé þá bara körlunum að kenna og þeim komi þetta ekkert við. Þetta er ekki svona einfalt. Þeir sem hafa misst börn vita hvernig það er.