149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:27]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þungunarrof ætti aldrei að vera fyrsti valkostur heldur einn af þeim kostum sem standa konum til boða sem ekki treysta sér til að ganga fulla meðgöngu. Þungunarrof ætti ávallt að framkvæma sem fyrst á meðgöngu. En það að heimila þungunarrof seinna á meðgöngu er til að koma til móts við alger undantekningartilfelli. Frumvarpið fjallar ekki um aðstæður eða umhverfi sem ég eða flest okkar hér inni þekkjum af eigin raun. Engin kona fer í þungunarrof á 22. viku nema ástæður séu mjög sérstakar. Það er aldrei léttbær ákvörðun og erfitt að ímynda sér að nokkur annar geti tekið slíka ákvörðun. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)