149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er samt svo að þeir gestir og sérfræðingar og fræðimenn sem komu fyrir nefndina, Skúli Magnússon, Davíð Þór Friðriksson, Ólafur Jóhannes Einarsson, Birgir Tjörvi Pétursson, Kristín Haraldsdóttir, telja allir að það þurfi ekki einu sinni fyrirvara. Hér erum við að mæta ákveðnu sjónarmiði sem birtist í einni greinargerð sem var skrifuð og gerum lagalegan fyrirvara, fáum hann staðfestan hjá ESB, hjá EFTA-ríkjunum í EES-nefndinni. Ég myndi segja að við værum ekki aðeins með belti og axlabönd heldur líka hengd einhvers staðar upp. Við erum að bregðast við því sem kemur einungis fram í einni álitsgerð. Allar hinar álitsgerðarinnar telja fyrirvarana óþarfa. Þeir lögfræðingar komu fyrir nefndina, sem og hinir lögfræðingarnir sem höfðu við þetta athugasemdir, og skýrðu frá því. Ég veit ekki betur en svo að enginn asi hafi verið á nefndinni í allri sinni góðu vinnu né við vinnslu nefndarálitsins hér. Allir gestir sem óskað var eftir á fyrstu tveimur vikunum, þar sem meðferð málsins var boðuð, voru teknir fyrir nefndina og svörin eru afgerandi og skýr.