149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:10]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek sannarlega undir orð hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar, líka vegna þess að það eru alls konar hliðaráhrif sem við þurfum að takast á við. Í Bændablaðinu er önnur frétt um að það fylgi innleiðingu orkupakka þrjú að einnig er tekist á við innleiðingu á svokölluðum flutningspökkum. Þeir eru sagðir fela í sér niðurjöfnun á félagslegum undirboðum á vinnumarkaði og það í skjóli EES-samningsins. Við höfum vissulega haft það til umfjöllunar hér í þinginu hvernig við getum tekist á við þetta verkefni en höfum við tekist á við það verkefni í ljósi innleiðingar á því sem við erum að gera í skjóli EES-samningsins? Mér er spurn.