149. löggjafarþing — 107. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:22]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Kannski er ástæða þess að ég setti þetta fram á þennan hátt að við höfum leitað leiða til að ná einhvers konar sambandi við fylgismenn þessa orkupakka og höfum reynt að ná til þeirra á þann hátt að hér séu uppi álitamál sem séu þess eðlis að við getum ekki annað en fjallað um þau á einn eða annan hátt. Eins og ég sagði í fyrra andsvari mínu var að á gerðunum, frestun, höfnun eða vísun, er eðlismunur. Ef við frestum því að taka umræðuna og klára hana væri það í meðförum okkar hér. Algjör höfnun er kannski svolítið stíft þar sem við höfnum algjörlega einhliða þriðja orkupakkanum með öllu og það myndi að sjálfsögðu enda hjá sameiginlegu EES-nefndinni, en vísun væri þá raunverulega tilboð, þ.e. verið væri að bjóða upp í dans. Það er kannski það sem ég var að höggva eftir (Forseti hringir.) hvort hægt væri að bjóða stjórnarliðum upp á að ræða við okkur um.