149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

vandaðir starfshættir í vísindum.

779. mál
[22:08]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Andrés Ingi Jónsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að lykillinn sé kannski að ráðherra og nefndin gæti meðalhófs þegar kemur að því að útbúa þann ramma sem verður um málsmeðferð. Það er nokkuð sem verður útfært í framhaldinu eftir að við samþykkjum þessi lög. Þá gæti manni t.d. dottið í hug að það verði kannski ólíkar kröfur eftir því hvert umfang rannsókna er, þannig að einföld lítil nemendarannsókn geti mögulega farið í gegnum skemmri skírn en stórar og viðamiklar alþjóðlegar rannsóknir með aðkomu fjölda vísindamanna. Þetta verður væntanlega bara unnið í góðu samstarfi við hagsmunaaðila þegar þar að kemur þannig að allir geti unað vel við.