149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.

555. mál
[14:28]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Ég flyt breytingartillögu við umrætt mál, þ.e. frumvarp til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þetta eru smávægilegar breytingar til leiðréttingar sem tryggja samræmi við orðalag tilskipunarinnar og skýrleika. Breytingartillagan er í tveimur hlutum.

1. Á eftir orðinu „nema“ í fyrri málslið 2. mgr. 18. gr. komi: og.

2. C-liður 1. mgr. 22. gr. orðist svo: flokkar viðtakenda sem fengið hafa eða munu fá persónuupplýsingarnar í hendur, m.a. viðtakendur í þriðju löndum eða alþjóðastofnanir.

Svo mörg voru þau orð.