149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[18:02]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Frú forseti. Ég kem upp til að þakka hv. umhverfis- og samgöngunefnd fyrir að afgreiða umferðarlög. Þetta er stór dagur. Ég held að búið sé að vinna að þessu af hálfu framkvæmdarvaldsins í 20 ár. Reynt hefur verið síðastliðin tíu ár að koma með frumvarp til þingsins sem þingið hefur sent upp í ráðuneyti og þess vegna er mjög gleðilegt að sjá það gerast að allur þingheimur sé sammála því að afgreiða umferðarlög til að bæta umferðaröryggi og skýra leikreglurnar með þeim afgerandi hætti sem hér er gert. Segið svo og menn geti ekki staðið saman á einhverjum sólríkasta og fallegasta degi Íslands. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) [Kliður í þingsal.]