149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

801. mál
[00:42]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Ég hef á fyrri stigum málsins og við umræður lýst áhyggjum mínum af málinu en þær breytingartillögur sem liggja fyrir, einkum og sér í lagi breytingartillaga hv. þm. Þórarins Inga Péturssonar og afdrif hennar, fá mig til að greiða atkvæði með málinu í trausti þess að sá starfshópur sem skipaður verður muni freista þess að ná lendingu meðal mismunandi skólastiga þannig að það megi verða til þess að bæta málið í heild og að lendingin verði menntun í landinu til framdráttar.